Ný „innrás“ rússneskra bíla í Evrópu

The image “http://www.fib.is/myndir/Lada1118.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lada 1118.
Lada bílaframleiðandinn í Rússlandi hefur óvænt tilkynnt um þátttöku í næstu WTCC (World Touring Car Championship) keppninni. Þetta kemur fram á heimasíðu FIA – heimssamtaka bifreiðaeigendafélaga og -íþróttafélaga. WTCC er aksturskeppni fyrir lítið breytta götubíla.
Lada sem reyndar heitir LADA Avtovaz er stærsta bílaframleiðslufyrirtæki Rússlands. Með þátttökunni vill fyrirtækið halda upp á 40 ára afmæli sitt en líka marka upphaf nýrrar markaðssóknar inn á evrópskan bílamarkað.
Ladabílar eru sterkir í rússneska bílaíþróttageiranum en hafa verið sjaldséðir í keppni utan Rússlands hingað til. Það verður þýskt keppnislið sem heitir MTEC Sport sem fær þá tvo Ladabíla sem keppt verður á. Líklegast er talið að bílarnir verði fólksbílar af gerðinni Lada 1118 sem breytt verður til samræmis við staðla WTCC keppninnar.
The image “http://www.fib.is/myndir/LadaAutovas.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lada 1118 keppnisbíll.