Ný kynslóð Toyota Prius

http://www.fib.is/myndir/Prius-2010-aftan.jpg
Nýr Toyota Prius - breyttur yst sem innst.

Toyota frumsýndi á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir, nýja kynslóð tvinnbílsins Toyota Prius. Toyota Prius er fyrsti rafmagns / bensínknúni bíllinn sem kom á almennan markað. Hann hefur alla tíð notið góðs gengis í Bandaríkjunum og var nýju kynslóðarinnar, sem er tengiltvinnbíll, beðið með talsverðri eftirvæntingu.

Auk flöktandi eldsneytisverðs (aðallega upp á við síðustu árin) er umhverfisvitund meðal bílakaupenda vaxandi. Þessir tveir þættir gera tvinnbíla og jafnvel hreina rafbíla stöðugt áhugaverðari. Toyota Prius kom á almennan bílamarkað í Bandaríkjunum árið 1997. Síðan þá hafa  tæplega 700 þúsund Priusbílar selst þar.  Hann hefur verið uppfærður nokkrum sinnum en sú breyting sem nú hefur verið gerð lýtur fyrst og fremst að því að í honum eru nú öflugri rafhlöður og hægt að hlaða þær með því að stinga í samband við heimilisrafmagnið. Prius er sem sagt orðinn tengiltvinnbíll.http://www.fib.is/myndir/Prius-2010.jpg

Með þessari breytingu og ýmsum endurbótum á stjórnbúnaði orkukerfisins og nýrri og öflugri rafstöð (bensínvél og rafali) á Priusinn að verða umtalsvert sparneytnari á bensínið en sá eldri. Auk þessa hefur undirvagninum verið breytt og segir Toyota að aksturseiginleikarnir hafa batnað verulega (sem ekki veitti af) og að bíllinn sé hljóðlátari en áður.

Í stað 1,5 l bensínvélarinnar er nú komin stærri og öflugri 1,8 l bensínvél, 98 ha. Samanlagt hámarksafl bílsins nú (bensínvélarinnar og rafmótorins út í hjól) er nú orðið 134 hö. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í hundraðið á rétt undir 10 sekúndum.

Í útliti er nýji Priusinn líkur þeim eldri þótt hann sé nú bæði stærri og rúmbetri en áður. Hann er þannig í laginu að loftmótstaðan er fremur lág eða 0,25 Cd. Sem sagt er vera eitt hið lægsta sem gerist um bíla.

http://www.fib.is/myndir/Prius-2010-inni.jpgAð innan er allt breytt frá því sem var í eldri gerðinni. Mælaborðið hefur verið endurhannað og stjórntækjum og -tökkum gerbreytt. Snertitakkar eru komnir á stýrishjólið og táknmyndir af virkni þeirra er sýnd sem myndir af stjórntökkum og stöðu þeirra á skjá í mælaborði.

Allt plast  í innréttingum er lífrænt og ættað úr jurtaríkinu og er með mjög lágu kolefnisinnihaldi – einkonar lífrænt plast.  Það er bæði í sætaáklæðum, sætasvampi og dyraspjöldum og víðar.  Nýi Priusinn er fáanlegur með –llum hugsanlegum með öllum öryggis- og þægindabúnaði en meðal fáanlegs aukabúnaðar er radarstýrð skriðstilling, sjálfvirkur búnaður sem leggur í stæði, sjónvarpsmyndavél aftan á bílnum og skjár fyrir hana í mælaborðinu,  raddstýrt leiðsögukerfi og sólarsellur á þaki sem framleiða rafmagn inn á geymana.