Ný leiðsögutæki með nákvæmari götumyndum

http://www.fib.is/myndir/MioMap.jpg

Nú eru komin fram ný GPS leiðsögutæki í bílana sem sýna ekki bara kortamyndir heldur þrívíddarmyndir af húsum og mannvirkjum við veginn eða götuna sem ekið er eftir.

Fyrstur framleiðenda leiðstögutækja með þessar endurbættu kortamyndir er Mio Technologies en í kortagrunna fínustu og dýrustu tækjanna frá Mio er nú búið að setja inn ljósmyndir af þúsundum áberandi mannvirkja í stærstu borgum Evrópu. Þannig er í Parísarkortin komnar myndir af t.d. Eiffelturninum, Notre Dame og Sigurboganum og í London af Millennium-hjólinu, Tower Bridge o.fl. mannvirkjum. Í Stokkhólmskortin eru komnar myndir af 35 áberandi mannvirkjum sem auðvelda ókunnugum að rata um borgina.
http://www.fib.is/myndir/Paris-Eiffel.jpg
Líklegast er ekki langt í það að öll rafræn kort í leiðsögutækjunum verði með myndum af flestu því sem er í næsta nágrenni ökuleiðanna, svipað og gefur að líta í flestum nútíma tölvuleikjum. Þessi nýjung frá Mio er líklegast einungis upphafið. Kort sem líkjast raunveruleikanum meir verði senn allsráðandi.