Ný nálgun í rafvæðingu frá Nissan með e-Power

Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar í sumar að kynna skilvirku og hljóðlátu rafdrifnu aflrásina e-Power fyrir Nissan Qashqai sem felst í meginatriðum í eiginleikum og upplifun af akstri rafbíls án þess að nokkru sinni þurfi að stinga bílnum í samband til að hlaða.

Tæknin kom fyrst fram í Nissan Note á ákveðnum mörkuðum árið 2017 en hún felst í því að sparneytin bensínvél hleður orku beint inn á rafhlöðu bílsins þaðan sem 188 hestafla rafmótor fær orku til að knýja bílinn áfram. Hinn sívinsæli Qashqai verður fyrsti bíllinn á Evrópumarkaði með tækninni þegar fyrstu bílarnir koma á markað í júní.

Nissan hefur nú þróað e-Power tæknina fyrir jepplinga sem eru bæði stærri og þyngri en Nissan Note. Árangur þróunarstarfsins er í senn einstaklega mikil sparneytni og hámarks akstursánægja sem ökumenn rafbíla þekkja. Það sem aðgreinir e-Power frá annari tvinntækni er að rafmótorinn er eini aflgjafinn út til hjólanna þannig að viðbragðið er jafn tafarlaust, hljóðlátt og skemmtilegt og í hreinum rafbíl.