Ný ofursparneytin Mazda 2 á Japansmarkað í dag

Mazda Motor Corp. setti nýja kynslóð smábílsins Mazda 2/Demio á markað í Japan nú í morgun. Í honum er alveg ný ofursparneytin bensínvél sem sögð er koma eldsneytiseyðslunni niður á sama ról og gerist í sparneytnustu dísilbílum.

Mjög mikill áhugi er greinilega fyrir bílnum í Japan því að í frétt frá Mazda segir að nú í morgun í upphafi fyrsta söludags séu 6.500 eintök seld fyrirfram, sem jafngildir 108 prósentum áætlaðrar sölu á bílnum fyrsta sölumánuðinn.