Ný tegund myndavélatækni sett upp í Hvalfjarðargöngum

Nýjar hraðamyndavélar verða settar upp í Hvalfjarðargöngum á næsta ári. Vegagerðin hyggst kaupa nýju myndavélarnar og fjármagn til uppsetningar vélanna þú þegar fyrir hendi. Talið er að kostnaður við þær verði ekki undir 50 milljónum króna. Þetta kemur fram Í Skessuhorni.

Fram kemur í Skessuhorni að er að ræða svokallaðar meðalhraðamyndavélar, sem eru með skynjara sem nema þegar bílar aka framhjá þeim. Vélarnar mæla þannig í rauninni tímann sem tekur að aka á milli þeirra. Tímann má síðan nota til að reikna út hraðann, því ef vegalengd og tími eru þekktar stærðir þarf aðeins að deila vegalengdinni með tímanum til að fá út hraða.

Myndavélar sem þessar gera það að verkum að ökumenn geta ekki hægt á sér áður en komið er að myndavélum til að sleppa við hraðasekt en aukið síðan hraðann að nýju.