Ný tví-/fjórgengis-bensínvél hlýtur tækniverðlaun

The image “http://www.fib.is/myndir/GDI-motor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Breska vélaverkfræðifyrirtækið Ricardo hefur unnið til árlegrar viðurkenningar tímaritsins Autocar fyrir framúrskarandi tækninýjungar. Fyrirtækið fékk verðlaunin fyrr í dag fyrir bílvél sem bæði gengur sem tvígengis- og fjórgengisvél. Tvígengisvélar voru mjög algengar á árum áður í vélhjólum og minni farartækjum en einnig í bílum og margir muna eftir tvígengisvélunum í Saab bílunum og í Trabant og Wartburg bílunum sömuleiðis.
Tvígengisvélar eru mjög einfaldar og mjög orkunýtnar á lágum snúningi. Gallinn við þær er að þær eru mjög mengandi, sem er meginástæða þess að þær hafa að mestu horfið af sjónarsviðinu.
Verðlaunavélin er gædd þeirri náttúru að geta skipt sér sjálfvirkt úr tvígengisham í fjórgengisham eftir álagi. Á lágum snúningshraða er hún í tvígengishamnum en skiptir sér í fjórgengisham þegar snúningshraðinn eykst.
Sagt er að þessi nýja vélargerð nýti eldsneytið um það bil 30% betur en hefðbundar bensínvélar og gefi frá sér að sama skapi minna koltvíildi. 30% minni eldsneytisnotkun þýðir það að vélin stendur þá jafnfætis nútíma dísilvélum í eyðslu, en er um leið ódýrari í framleiðslu.

The image “http://www.fib.is/myndir/2-4gengismotor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.