Nýi Kia e-Soul er aflmeiri

Nýr Kia e-Soul rafbíll var kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf nú í mars. Nýr e-Soul er 100% rafbíll og hefur því engan útblástur. Nýr Kia e-Soul er aflmeiri en forverinn enda með nýjustu gerð af rafhlöðu sem gefur meira afl og endingu.

Kia e-Soul verður í boði með 64 kWh rafhlöðu sem er með drægni upp á 452 kílómetra á einni hleðslu í blönduðum akstri. Rafhlaðan skilar bílnum 204 hestöflum og togið er alls 395 Nm sem er 39% meira en áður. Bíllinn fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 7,6 sekúndum. 

Nýtt CCS hleðslukerfi gerir það að verkum að aðeins tekur 42 mínútur að hlaða hann frá 20%-80% í hraðhleðslu. Ný kynslóð e-Soul er talsvert breytt í hönnun frá forveranum Soul EV. Hönnun nýja bílsins er nútímaleg og flott og verður bíllinn búinn helsta tækni- og öryggisbúnaði frá Kia. Suður-kóreski bílaframleiðandinn hefur einnig bætt aksturseiginleika bílsins enn frekar.