Nýir bílar koma seinna inn á markaðinn

Ljóst er að nýir bílar nokkurra bílaframleiðenda munu ekki koma inn á markað á þeim tíma sem stefnt var að. Korónuveirufaraldurinn á þar stærstan þátt en loka þurfti verksmiðjum um tíma fyrir áramótin og framan af þessu ári. Eins hefur orðið seinkun á afhendingu ýmissa hluta til framleiðslunnar vegna lokanna í heimsfaraldrinum.

Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur tilkynnt að nýji rafbíllinn frá fyrirtækinu muni að öllum líkindum ekki koma inn á markað í Evrópu fyrr en á næsta ári. Nýi rafbíllinn frá Nissa, Ariya, hefði átt að koma inn á japanskan markað í júlí en það verður ekki fyrr en í vetur að sögn fyrirtækisins.

Asako Hoshino, aðstoðarforstjóri Nissan, segir að ný módel komi til Bandaríkjanna og Evrópu nokkrum mánuðum eftir að þau fari fyrst inn á markað í Japan. Þessi seinkun þýðir að ný módel fara ekki til Evrópu á tilsettum tíma.

Nissan Ariya var frumsýndur sumarið 2020. Með allt að 80 km drægni, 130 kW hraðhleðslu og möguleika á fjórhjóladrifi.