Nýir samningar gerðir við starfsmenn Toyota í Japan

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur gengið að launakröfum japanskra verkalýðsfélaga fyrir starfsmenn sína en samningar þar að lútandi voru samþykktir í gær.

Viðræður aðila sem komu að samningnum gengu hratt og vel fyrir sig en japönsk stjórnvöld lögðu þunga áherslu á að samningar tækust eftir allt sem undan er gengið í heimsfaraldrinum. Nú sé hægt að horfa fram á veginn en heimsfaraldurinn hefur verið bílaiðnaðinum í Japan þungur í skauti.

Ekki er víst að samningaviðræður við aðra bílaframleiðendur muni ganga jafn vel en Toyota stendur mun betur að vígi fjárhagslega í samanburði við keppinauta sína. Ekki hefur verið gefið upp hvað felst nýja samningnum en stærsta verkalýðsfélag Japans, Rengo, hafði krafist 4% launahækkanna, og má telja víst að gengið hafi verið að þeim kröfum.

Toyota segir að horfur fyrir þetta ár séu góðar en afar brýnt hefði verið að semja um launahækkanir við starfsmenn fyrirtækisins. Erfiðir tímar eru að baki en nú verði horft til framtíðar með bjartsýnina að vopni.