Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Í kjölfar útboðs útboðs fyr­ir hönd lög­reglu­embætt­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um hefur Ríkiskaup tekið lægsta til­boði Brim­borg­ar um kaup á 17 nýj­um Volvo lög­reglu­bif­reiðum að verðmæti yfir 200 millj­ón­ir króna.

Um er að ræða Volvo V90 Cross Coun­try AWD sem eru bún­ir sér­styrkt­um und­ir­vagni með sér­stak­lega öfl­ugu bremsu­kerfi, kraft­mik­illi en spar­neyt­inni 235 hestafla B5 dísil vél, fjór­hjóla­drifi og góðri veg­hæð. Lög­reglu­embætt­in á Íslandi hafa í ára­tugi not­ast við Volvo bíla í störf­um.

V90 Cross Coun­try bíl­arn­ir fyr­ir lög­reglu­embætt­in á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um verða af­hent­ir í þrem­ur af­hend­ing­um, sex bíl­ar á þessu ári, sjö árið 2021 og fjór­ir í byrj­un árs 2022.

Auk þess­ar­ar af­hend­ing­ar fékk lög­regl­an á Vest­fjörðum ný­lega af­hent­an glæsi­leg­an Volvo XC90 AWD sem verður staðsett­ur á Pat­reks­firði og mun þjóna víðfermu um­dæmi lög­regl­unn­ar á svæðinu.