Ný brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi verður tvíbreið og 163 metrar

Nýjan brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi sem smíði hefst við á næstunni verður tvíbreið og 163 metrar löng. Ennfremur verður ráðist í endurbyggingu á þjóðveginum þar hjá á um eins kílómetra kafla.

Stefnt er að því að þessum framkvæmdum verði lokið eftir eitt ár. Gamla brúin sem víkur nú fyrir þeirri nýju var reist 1967 og þótti á þeim tíma mikið mannvirki.

Tilboð í verkið voru kunngerð hjá Vegagerðinni í vikunni og áttu ÞG verktakar lægsta tilboðið. Það hljóðar upp á 734,6 milljónir króna. Er það 157 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, eða 82,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 891,7 milljónir króna. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu.