Nýjar löggæsluaðferðir?

 http://www.fib.is/myndir/Gaffall_litil.jpg

Bíllinn sem myndirnar eru af stendur við Sæbrautina rétt vestan við Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar. Búið er að reka bílinn í gegn með heljarmiklum steikargaffli og ganga tindar gaffalsins niður í malbikið undir bílnum.

Ef vel er gáð sést að grænn skoðunarmiði er á númeri bílsins og litið gæti því út fyrir að eigandinn hafi trassað að mæta með bílinn í endurskoðun og lögregla tekið það til bragðs að stöðva bílinn með því að reka í hann gaffalinn mikla til að hindra frekari akstur á óskoðuðu ökutækinu.

http://www.fib.is/myndir/Gaffall_st.jpgSvo er þó auðvitað ekki. Bíllinn og fleiri bílar í undarlegum stellingum eru á nokkrum stöðum í borginni í tengslum við Listahátíð sem er nýhafin. Bílarnir tengjast frönsku  götuleikhúsi og í verki þess kemur fyrir risi mikill sem vaknaður er af værum blundi og valsar um borgina og matreiðir og étur bíla.