Nýorkubílar 82 prósent nýrra seldra bíla fyrstu tvo mánuði ársins

Bílasala fer ágætlega af stað á þessu ári en nýskráningar nýrra fólksbifreiða fyrstu tvo mánuði ársins liggja nú fyrir. Nýskráningar eru alls 1.668 talsins en voru yfir sama tíma á síðasta ári 1.766 sem er samráttur sem nemur 5,5%. Bílar til almennra notkunar voru 68,3% og til bílaleiga tæp 31%.

Nýskráningar nýorkubíla eru tæp 82% fyrstu tvo mánuði þessa árs. Hreinir rafbílar eru með 50,2 hlutdeild, tengiltvinn 19,5% og hybrid 12,2%. Dísilbílar hafa 15% hlutdeild og bensínbílar 7,5% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Það sem af er árinu eru nýskráningar flestar í Toyota, alls 239, sem gerir um 14,3% hlutdeild. Kia er í öðru sæti með 201 bifreið og Tesla kemur í þriðja sæti með 177. Þar á eftir koma Hyundai með 132 og Volvo 81.