Nýr Austin Healey

http://www.fib.is/myndir/AustinHealeyT.jpg
Austin Healey Tempest var hugmyndarbíll sem aldrei varð af.

Kínverska bílaframleiðslufyrirtækið Nanjing Automobile Corporation sem keypti þrotabú MG-Rover um árið er að hefja framleiðslu á ný í gömlu MG-Rover-smiðjunum í Longbridge í Englandi. Búið er að tilkynna að framleiðsla mun hefjast á nýjum sportbílum sem bera munu annarsvegar nafnið Healey og hinsvegar hið gamla og sögufræga nafn, Austin Healey.  

Þegar kínverska fyrirtækið keypti þrotabúið fyrir rúmum tveimur árum var óvissa um vörumerkin Healey og Austin Healey. En nú hefur náðst samkomulag við Healey Automobile Consultants, eiganda vörumerkjanna um að þróa í sameiningu nýja sportbíla undir hinum sögulegu nöfnum. http://www.fib.is/myndir/Frogeye.jpg

Einn frægasta gerð Austin Healey sportbílsins var mjög sérstæð í útliti og var af þeim sökum nefnd Frogeye. Ljósunum á honum var þannig fyrirkomið að bíllinn minnti á frosk með uppglennt augun.