Nýr bílavefur á 35 ára afmæli Bílgreinasambandsins

The image “http://www.fib.is/myndir/BGShaus.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Bílgreinasambandið átti í gær 35 ára afmæli og á sérstökum afmælisfundi var kynntur og opnaður nýr bílavefur sem Bílgreinasambandið heldur úti í samvinnu við vefútgáfu Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mm/bilar/. Það var ritstjóri Morgunblaðsvefsins www.mbl.is, sem opnaði þennan nýja vef.
Þá var einnig kynnt til sögunnar nýjung – raunverð bíla á vef Bílgreinasambandsins,
http://www.bgs.is. Um all langt skeið hefur verið að finna reikni- og leitarvél á vef Bílgreinasambandsins þar sem hægt er að slá inn tegund, gerð, skráningardag og –ár, ekna kílómetra bíls o.fl. og fá síðan uppgefið viðmiðunarverð bílaumboðanna fyrir bílinn. Í náinni framtíð verður svo hægt að fá upp raunverð bíla af tilteknum tegundum og gerðum. Það gerist á þann hátt að upplýsingar um söluverð bíla frá söluaðilum innan Bílgreinasambandsins safnast upp í gagnagrunni þannig að þegar settar eru inn upplýsingar um heimilisbílinn í leitarvélina á vef Bílgreinasambandsins reiknar hún út raunvirði bílsins út frá þeim forsendum sem henni hafa verið gefnar – forsendum eins og tegund, gerð, árgerð, skráningardegi, eknum kílómetrum o.s.frv. Eftir því sem meiri upplýsingar  frá söluaðilum safnast upp í gagnagrunninum, verða upplýsingar um raunvirði fleiri og fleiri tegunda og gerða bíla tiltækar.