Nýr Fiat Croma

The image “http://www.fib.is/myndir/FiatCroma.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/FiatCromastyri.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nýr Fiat Croma - stór skutbíll með miklum búnaði - aflmesta vélin er 200 ha. dísilvél.
Fiat Croma var nafn sem Fiat notaði á stóran bíl sem framleiddur var á árunum 1985 - 1994 i rúmlega 450.000 eintökum. Fiat Croma var samvinnuverkefni Fiat, Saab og Lancia og var nánast sami bíllinn undir þremur nöfnum og eilítið mismunandi útfærslum og sérkennum. Hjá Saab hét hann Saab 9000.
Nýi Fiat Croma verður eingöngu framleiddur sem stór og þægilegur skutbíll. Hönnuðurinn er Giorgetto Giugiaro og hefur hann skapað bíl sem er 475 s langur, 177 sm breiður og 160 sm hár. Lengd milli hjólamiðja er 270 sm og því svipaður að stærð og nýi Saab 9-5 skutbíllinn. Farangursrýmið er heilir 500 lítrar undir farangurshlífinni sem er í sömu hæð og sætisbakið og það þótt öll fimm sætin séu skipuð. Með því að fella aftursætið niður eykst það í 1610 lítra.
Af búnaði má nefna allsherjar hljóð- mynd- síma- og leiðsögukerfi sem kallast Connect Nav Plus. Vélar í boði eru tvær gerðir af 1,8 l besínvélum, eins 2,2 l bensínvél og tvær gerðir túrbínudísilvéla, önnur er 1,9 l fjögurra strokka en hin fimm strokka 2,4 lítra. Sú síðastnefnda verður 200 hö með 400 Newtonmetra vinnslu strax við 2000 snúninga. Allar vélarnar uppfylla Euro4 mengunarstaðalinn. Fiat Croma verður fáanlegur í Svíþjóð frá mánaðamótum sept.-okt. nk.