Nýr Ford Mustang að fæðast

Ford í Bandaríkjunum er um þessar mundir að reynsluaka nýrri kynslóð alþýðusportbílsins Ford Mustang. Af njósnamyndum sem náðst hafa af bílnum má ætla að hann muni ekki líkjast upphaflega Mustanginum eins og Mustang hefur gert undanfarin átta ár. Þá breytist fjöðrunin verulega og afturhjólin fá sjálfstæða fjöðrun. Heila afturhásingin hverfur.

Hin nýja kynslóð Ford Mustang kemur á markaðinn í kring um áramótin 2014-2015. Frumgerðir bílsins eru í stífum reynsluakstri í Bandaríkjunum um þessar mundir. Nýju gerðinni er reynsluekið samhliða bílum af árgerð 2013 til að fá sem raunhæfastan samanburð.