Nýr Herjólfur hefur siglingar

Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu ferð með farþega milli lands og Eyja í gærkvöldi. Skipið lagði af stað af stað klukk­an 19:30 úr Vest­manna­eyja­höfn með 500 farþega. Til greina kemur hvort gamli Herjólf­ur sigli auk hins nýja um næstu helgi þegar Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um fer fram.

Að­staða í Vest­manna­eyja­höfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé á­hætta með skemmdir á Herjólfi. Unnið hefur verið að því að koma á­ætlunar­siglingum nýs Herjólfs af stað í sam­vinnu Vega­gerðarinnar, Herjólfs ohf. og hafnarinnar í Vest­manna­eyjum. 

Þá kemur jafn­framt fram að að­staðan í Vest­manna­eyja­höfn verði bætt enn frekar í haust með upp­setningu á enn öflugri „fenderum“ sem eiga ekki bara að tak­marka skemmdir eða annað lask heldur mun það líka auð­velda stjórn­endum skipsins að leggja að og frá. Gæti það því einnig stytt þann tíma sem tekur að leggja að. Reiknað er með að það verk verði unnið á haust­mánuðum.