Nýr Mazda CX-5 frumsýndur

Brim­borg frum­sýn­di um helgina nýj­an Mazda CX-5. Nýr Mazda CX-5 hef­ur verið end­ur­hannaður að utan sem inn­an. Hann er hannaður og smíðaður til þess að njóta akst­urs­ins. Mazda bíl­ar eru hannaðir af ástríðu, hvert ein­asta smá­atriði vel ígrundað og út­hugsað.

Hönnuðir Mazda leggja hjarta sitt og sál í að hanna bíla sem upp­fylla ströngustu kröf­ur þínar um þæg­indi, akst­urs­upp­lif­un, gæði og ör­yggi, seg­ir í til­kynn­ingu um frum­sýn­ing­una.

Einnig seg­ir, að með háþróaðri i-Activ­sen­se árekstr­ar­varn­ar­tækni Mazda CX-5 auk­ist ör­yggi marg­falt. Háþróaðir skynj­ar­ar, laser- og radar­tækni aðstoða öku­mann­inn við að af­stýra  árekstri og slys­um, meðal ann­ars með aðstoð blindpunkts- og veg­línu­skynj­un­ar.

Bíll­inn nýi er bú­inn not­enda­vænni og leiðandi tækni sem hjálp­ar og aðstoðar í akstri. Hann vinn­ur á móti óæski­leg­um hreyf­ing­um og ger­ir öku­manni kleift með i-Activ fjór­hjóla­drifi að kom­ast hvert á land sem er í hvaða veðri sem er. 

Loks má nefna svo­nefnda G-Vector­ing akst­urs­stjórn sem sagt er vera afar full­komið kerfi sem hannað var í anda fornr­ar jap­anskr­ar hug­mynda­fræði, Jinba Ittai, eða „maður og hest­ur sem eitt“ með það að mark­miði að maður og bíll verði eitt. Kerfið skynj­ar fyr­ir­ætlan­ir öku­manns­ins eins og hest­ur­inn skynj­ar knap­ann.

Kerfi bíls­ins und­ir­búa hann fyr­ir akst­ur inn í og út úr beygj­um með því að að flytja þyngd­arpunkt og breyta afli eft­ir aðstæðum. „Niðurstaðan er fá­dæma þæg­indi fyr­ir öku­mann og farþega,“ seg­ir í til­kynn­ingu Brim­borg­ar.