Nýr og betri afsláttarsamningur við Atlantsolíu

Nýr og betri afsláttarsamningur hefur nú náðst við Atlantsolíu fyrir hönd félaga í FÍB. Samningurinn tekur gildi frá og með útkomu FÍB blaðsins (25.október 2013 Samkvæmt honum fá nú fullgildir félagar í FÍB sem um leið eru handhafar Atlantsolíulykils, enn betri afsláttarkjör við kaup á eldsneyti en áður. Fullgildir félagar í FÍB fá nú sjö króna afslátt af verði hvers eldsneytislítra á öllum stöðvum Atlantsolíu og níu króna afslátt á einni fyrirfram valinni stöð. Þessu til viðbótar þá skulbindur Atlantsolía sig til þess að veita þeim félögum FÍB sem kaupa 150 lítra af eldsneyti á mánuði eða meir pr. dælulykil, 11 króna afslátt á einni fyrirfram valinni stöð.  Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB fagnar þessum nýja samningi og væntir þess að hann bæti hag félagsmanna og verði nokkurt mótvægi við þær miklu hækkanir sem orðið hafa undanfarið á flestum kostnaðarliðum í rekstri bílsins. Nýju kjörin af nú þegar verið uppfærð á alla FÍB dælulykla. Allar nánari upplýsingar um samninginn og skilmála hans má finna á linknum "Dælulykill" hér að ofan.

                                              Sækja um FÍB dælulykil

ATH: Vakin er athygli á því að í FÍB blaðinu sem er að koma inn á heimili félagsmanna um þessar mundir er prentvilla í textanum um nýja afsláttarsamninginn við Atlantsolíu þar sem talað er um 11 króna afslátt ef félagar kaupa 50 lítra á mánuði en það á auðvitað að vera 150 lítrar líkt og kemur fram á skýringarmynd. Beðist er velvirðingar á þessari prentvillu.

fibAOafslaettur