Nýr og endurhannaður Duster

Dacia kynnti nýja og endurhannaða útgáfu af sportjeppanum Duster á bílasýningunni í Frankfurt undir lok síðasta árs. Næstkomandi laugardag 20. janúar kynnir BL bílinn í sýningarsalnum við Sævarhöfða þar sem einnig verða reynsluakstursbílar til taks.

Meðal breytinga, sem gerðar hafa verið á Duster, má nefna nýjan og öflugri undirvagn til að auka torfærugetuna. Einnig hefur verið skerpt á útlínum og ásýnd bílsins til vitnis um bætta getu auk þess sem ýmsu hefur verið breytt í farþegarýminu til að auka þægindi ökumanns og farþega. 

Þá munu Suzuki bílar hf. kynna 4x4 fjölskyldu Suzuki á laugardaginn frá kl. 12 - 16 í Skeifunni 17. Fjórhjóladrifnir Suzuki henta íslenskum aðstæðum einstaklega vel. Þeir eru kraftmiklir með aksturseiginleika í sérflokki og um leið sérlega sparneytnir. 

Suzuki selur 4x4 bifreiðar í miklu úrvali, ýmsar stærðir og gerðir á góðu verði. Hin velþekkta ALLGRIP 4x4 fjórhjóladrifstækni Suzuki skilar ríkri akstursánægju og um leið meiri sparneytni en áður. Það tryggir um leið öryggi í akstri og gott veggrip við erfiðar aðstæður.