Nýr páfi á nýjan bíl

The image “http://www.fib.is/myndir/PopetouaregNet.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Þýskur bílahönnuður telur að einhvernveginn svona muni nýji VW Touareg páfabíllinn líta út.
Hinn nýlátni páfi Jóhannes Páll II ók nú síðast á Mercedes Benz. Benzinn var byggður sem einskonar pallbíll og sat páfi aftur á pallinum í hásæti, umlukinn skotheldu gleri í bak og fyrir.
Nú hefur Volkswagen boðist til þess að smíða nýjan bíl handa nýjum páfa og lofar því að bíllinn verði tilbúinn þegar Benedikt páfi heimsækir heimsmót kaþólskra ungmenna sem haldið verður í Köln í Þýskalandi 16.-21. ágúst í sumar.
Auto Motor & Sport greinir frá því að nýi páfabíllinn verði smíðaður upp úr VW Touareg jeppanum. Tekinn verði nýr Touareg og honum fyrst breytt í tveggja dyra pallbíl. Ofan á pallinn verði svo sett skothelt glerhús þar sem páfi muni sitja á hástól sínum.