Nýr Peugeot E-208 frumsýndur hjá Brimborg

Nýr Peugeot E-208 verður frumsýndur hjá Brimborg, Bíldshöfða 8 í Reykjavík dagana 15.– 24. febrúar. Peugeot E-208 er ein táknmynda stefnu Peugeot í rafbílum og nú er hann kominn á markað í nýrri mynd. Búið er að fríska upp á hönnunina með nýju útliti og gera hann enn ómótstæðilegri, kraftmeiri með aukinni drægni sem er allt að 409 km skv. WLTP mælingu.

Nýr Peugeot E-208 býður upp á enn meira aðdráttarafl með ómótstæðilegu sportlegu útliti, og einkennandi skrautlýsingu að framan sem er tákn fyrir klær ljónsins og gefur bílnum sterkan svip og persónuleika ásamt nýju Peugeot merki sem endurspeglar hágæði bílsins. Bíllinn er með allt að 409 km drægni skv. WLTP og nýjustu kynslóð PEUGEOT upplýsinga- og afþreyingarkerfis.

Peugeot E-208 er arfleifð níu kynslóða Peugeot bíla sem hefur notið mikillar velgengni síðan hann kom á markað í lok árs 2019. Yfir milljón eintök hafa verið framleidd og árin 2021 og 2022 var Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Evrópu. Þessi árangur er að miklu leyti að þakka velgengni rafbílsins E-208 sem var mest seldi rafbíll í Evrópu í sínum stærðarflokki.

Nýi rafbíllinn mun nú fást í þremur útfærslum með nýjum 115kW/156 hestafla mótor og 51kWh rafhlöðu sem gefur allt að 409 km drægni skv. WLTP mælingu.