Hyggjast bjóða átján mismunandi græna bíla 2025

Hyundai Motor kynnti fyrir skemmstu í Bandaríkjunum NEXO, nýja kynslóð rafknúins vetnisbíls. Bíllinn sem hefur vakið nokkra athygli fer á næstunni í sölu á völdum markaðssvæðum en hann er væntanlegur til Íslands síðar á árinu.

NEXO er nýjasta flaggskip Hyundai í flokki sífellt stækkandi flota grænna bíla sem byggja á mismunandi lausnum í samræmi við mismunandi aðstæður. Hyundai hyggst bjóða átján mismunandi græna bíla árið 2025 og jafnframt breiðasta úrval framleiðenda í þeim flokki. Í þeirri þróun gegnir NEXO lykilhlutverki hjá Hyundai. 

Bíllinn er búinn öllum helstu tækninýjungum Hyundai sem markaðssvæðin geta valið úr í samræmi við eigin þarfir. Meðal búnaðar má nefna aðstoðarökukerfið ADAS (Advanced Driver Assistance Systems) sem Hyundai er að þróa í átt til fullkominnar sjálfstýringar.

NEXO er önnur kynslóð Hyundai á rafknúnum vetnisbíl fyrir almennan markað og tekur við af iX35. NEXO dregur nálægt 600 km á vetnistankinum sem er svipað og margir nýjustu bensín- eða dísilbíla í dag.