Nýr Saab í Genf

http://www.fib.is/myndir/Saab_9_3x_2010.jpg

Saab 9-3x, fjórhjóladrifinn skutbíll, sýndur í Genf.

Saab í Svíþjóð sem stendur nú í tvísýnni baráttu fyrir lífinu er þesssa dagana að byrja að kynna nýjar gerðir bíla sem væntanlegar eru á markað á næstu mánuðum, ef fyrirtækinu endist aldur. Nú hafa birst myndir af skutbíl með gerðarheitinu 9-3x sem væntanlegur er á markað í haust. 9-3-x verður frumsýndur í framleiðsluútgáfu á bílasýningunni í Genf sem hefst í næstu viku.

Saab 9-3x er nettur fjórhjóladrifinn jepplingur. en með undantekningu þó, því dísilútgáfan (með 180 ha. dísilvél) verður einungis með drifi á framhjólum. http://www.fib.is/myndir/Saab93x_2010-b.jpg