Nýr Skodajeppi

Skoda í Tékklandi hefur tilkynnt að með haustinu sé væntanlegur nýr stór fjórhjóladrifinn Skoda jeppi. Reikna má með að þessi nýi bíll verði fáanlegur á Íslandi á fyrri helmingi næsta árs.

Gerðarheiti nýja bílsins verður Kodiaq og vísar nafngiftin til bjarndýra þeirra sem hafa aðsetur sitt á Kodiak-eyju við sunnanvert Alaska. Frumgerð þessa nýja bíls var sýnd á Genfarbílasýningunni fyrr á þessu ári og kallaðist þar VisionS. Að stærð og tæknibúnað varðar er Kodiaq líklegast sambærilegur við nýjustu kynslóð VW Touareg þótt tæknilegar upplýsingar séu enn af skornum skammti. Að lengd er hann 4,7 metrar og því umtalsvert stærri en Skoda Yeti.

Í frétt Skoda um þennan nýja bíl segir að líkja megi honum við Kodiakbjörninn sem sé stór og sterkur og vel til þess fallinn að komast af í villtri náttúrunni og þoli þar sitt af hverju.