Nýr smábíll frá Hyundai/Kia?

http://www.fib.is/myndir/Hyundai_PA.jpg
Hyundai/Kia PA.

Erlend bílatímarit hafa náð myndum af kóreskum smábíl frá Kia/Hyundai sem verið er að reynsluaka í afskekktum hornum Evrópu um þessar mundir. Auto Motor & Sport segir bílinn hafa vinnunafnið PA og hann verði að líkindum byggður undir merkjum beggja systurfélaganna; Kia og Hyundai. PA-bíllinn leysi trúlega af hólmi Getz hjá Hyundai, eða verði viðbót við framleiðslulínur Hyundai, en hjá Kia muni nýi bíllinn leysa Picanto af hólmi fyllingu tímans.

Margir bílaframleiðendur láta „þrekprófa“ nýjar gerðir bíla norður í Lapplandi. Þar eru mikil frost og kuldar á þessum tíma árs, ágætir vegir og afar lítil umferð þannig að fremur lítil hætta er á að nýju gerðirnar komi fyrir margra augu þar norður frá. En ljósmyndarar eru búnir að átta sig á þessu og sitja fyrir ökumönnunum til að mynda bílana þegar færi gefast.
Búist er við að þessi nýi bíll – PA bíllinn verði frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september nk.