Nýr þjónustuaðili FÍB í Ólafsvík

FÍB býður félagsmönnum uppá vegaaðstoð víða um land þar sem boðið er uppá dekkjaaðstoð, startaðstoð, eldsneytisaðstoð og dráttarbílaþjónustu.

FÍB hefur trausta fagaðila á hverjum stað sem standa vaktina og þjónusta félagsmenn þegar kallið kemur. Nýr vegaaðstoðaaðili bættist í hópinn í sumar á Ólafsvík,

Bílaaðstoð og flutningar þar sem Birgir Tryggvason er við stjórnvölinn.

FÍB býður Birgi og hans fólk hjartanlega velkomin í hópinn og erum við sannfærð um að félagsmenn eiga eftir að njóta góðrar þjónustu frá Ólafsvík í framtíðinni.