Nýskráningar fólksbifreiða sem af er árinu eru alls 8.008

Fyrstu tíu mánuði þessa árs er samdráttur í nýskráningum fólksbíla sem nemur um 23,7. Nýskráingar sem af er árinu eru alls 8.008 bílar en yfir sama tímabil í fyrra voru nýskráningar 10.449. Þegar rýnt er hins vegar í aðra tölfræði kemur í ljós að sala á fólksbílum í október var um 12% meiri í október en í sama mánuði á síðasta ári. Þetta kemur fram í samantekt frá Bílagreinasambandinu.

Þetta er þriðji mánuðurinn í röð af síðustu fjórum sem nýskráningar eru meiri þegar tölur sömu mánaða á milli ára eru skoðaðar. Bílar til almennra notkunar er 75,1% og bílaleigurbílar eru 24,1%. Sala á bensínbílum nemur 25,5%, dísil 20,3, rafbíla 23,8%, tengiltvinn 17,3% og hybridbíla 13,1..

Það sem af er árinu hefur mesta salan verið í Toyota bifreiðum. Nýskráningar þar eru alls 1.267. Kia er í öðru sæti með 796 bíla, Tesla með 792, Hyundai 618 og Volkswagen í fimmta sætinu með alls 530 bíla.