Nýskráning bíla fer ekki eftir framleiðsluári

Nýskráning bíla hérlendis miðast við þegar bíllinn fer á götuna, en ekki við framleiðsluár. Félag Íslenskra bifreiðaeigenda telur að neytendur séu ekki alltaf meðvitaðir um þetta. Skráningin geti haft áhrif á endursöluverð bílsins.

Þegar nýr bíll kemur til landsins þá gæti hann hafa verið framleiddur ári fyrr. Síðan gæti hann staðið óhreyfður í allt að ár áður en hann er afgreiddur úr tollinum og settur á númer. Og þá miðast skráningin ekki við hvenær hann er framleiddur, heldur við árið sem hann er fyrst skráður á götuna.  

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, er óánægður með þetta fyrirkomulag. „Af því að bílar geta þess vegna verið búnir að standa lengi niðri á hafnarbakka og það hefur áhrif á endingu og gæði, fyrir utan að það hefur áhrif á markaðsvirði bílanna.“ Tryggingarfélagið skrái svo bílinn jafnvel eftir framleiðsluári, og þá ráðist tryggingarfjárhæð af því.

Nálgast má umfjöllunina um málið á ruv.is hér