Nýskráningar 2.246 það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða það sem af er þessu ári eru 2.246. Yfir sama tímabil á síðasta ári voru nýskráningar 1.511 er því aukningin um 48,6%. Fyrstu tíu vikur þess árs eru nýskráningar til almennra notkunar 69% og til bíaleiga 30,1%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Langflestar nýskráningar eru í rafbílum, alls 38,6%. Tengiltvinnbílar eru í öðru sæti með 27,1% og hybrid í þriðja sætinu með alls 13,6%. Nýorubílar eru því með tæp 80% hlutdeild það sem af er árinu.

Flestar nýskráningar eru í Toyota fyrstu tíu vikur þess árs. Alls eru þær 296, Kia kemur næst með 253 og Hyundai í þriðja sæti með 208. Þar á eftir koma Tesla með 185, Mitsubishi, 178, Jeep 134, Volvo 119, og Nissan 107.