Nýskráningar 35.5% meiri en á sama tíma í fyrra

Hægst hefur aðeins á nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum eftir mikla uppsveiflu á fyrstu mánuðum ársins. Nýskráningar það sem af er árinu eru engu að síður 35,5% meiri en á sama tíma í fyrra. Alls eru nýskráningar 4.310 á fyrstu 17 vikum ársins en til samanburðar voru þær 3.180 á sama tíma í fyrra.

Flestar nýskráningar eru í hreinum rafbílum, alls 1.413 sem er um 32,8% hlutdeild á markaðanum. Hybrid-bílar koma í öðru sæti með 1.033 bíla sem er 24% hlutdeild og tengiltvinnbílar koma í þriðja særti með 941 bíla og 21,8% hlutdeild. Bensínbílar eru með 526 nýskráningar og dísilbílar 397.

Þegar einstakar bílategundir eru skoðaðar eru 758 nýskráningar í Kia. Síðan koma 552 nýskráningar í Toyota og 441 í Tesla.