Nýskráningar 4.208 á fyrstu fimm mánuðum ársins

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fimm mánuði ársins eru orðnar alls 4.169. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 3.369 þannig að aukningin er um 24,9%. Mikill samdráttur var í bílasölu í fyrra og átti heimsfaraldurinn þar stærstan þátt. Nú virðist bílasala vera að mjakast hægt og bítandi upp á við að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Maí er oft mjög líflegur í bílasölu og bara í þessum  mánuði voru nýskráningar fólksbifreiða 1.338. Í maí fyrra voru nýskráningar 516 svo breytingin er umtalsverð.

Nýskráningar eru flestar það sem af er árinu í Kia, alls 663. Toyota kemur í öðru sæti með 623 en þessi bílamerki skera sig nokkuð úr. Hyundai er í þriðja sætinu með 259 nýskráningar, Suzuki í fjórða sæti með 250 og Volkswagen 238. Þar á eftir koma Nissan, 195, Peugeot, 181, og Volvo 172.

Hlutdeild tengiltvinn bíla er mest í nýskráningum á fyrstu fimm mánuðum ársins, alls 24,3%. Hlutdeild bensínbíla er 21,7%, rafmagnbíla 21.2%, hybrid 16,9% og dísilbíla 15,9%.