Nýskráningar 56% meiri miðað við sama tíma í fyrra

Nýskráningar í nýjum fólksbifreiðum fyrstu tvo mánuði þess árs voru alls 1.767. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar alls 1.133 og er því um að ræða 634 fleiri bíla það sem af er árinu. Hlutdeild nýorkubíla á markaðnum eykst jafnt og þétt og er um 81,7%.

Hlutdeild rafmagnsbíla er 36,7%, tengiltvinnbíla 30,3% og hybrid 14,7. Dísilbílar hafa 9,6% hlutdeild og bensínbílar 8,7%.

Fyrstu tvo mánuði ársins er Toyota með flestar nýskráningar í fólksbifreiðum, alls 220. Kia er í öðru sæti með 179 bíla, Hyundai í þriðja sætinu með 178 bíla. Næsti á eftir koma Mitsubishi, 149 bíla, Jepp, 125, og Volvo með 103 bíla.

Nýskráningar til almennra notkunar voru 70,2% og til bílaleiga 28,9%.