Nýskráningar 7.886 á fyrstu sex mánuðum ársins – aukningin nemur 24,1%

Þegar árið er hálfnað eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 7.886. Á sama tíma á síðasta ári voru nýskráningar 6.355 þannig að aukningun nemur 24,1%. Þegar einstakir mánuðir eru skoðaðir voru nýskráningar í júni 2.032. Nýskráningar til ökutækjaleiga voru 58,7% og tæp 41% í almenna notkun að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hlutdeild nýorkubíla nemur rúmum 76%

Hlutdeild nýorkubíla nemur rúmum 76% í nýskráningum á fyrstu sex mánuðum ársins. Hreinir rafbílar eru með 29% hlutdeild, hybrid-bílar 25,1% og tengiltvinnbílar 21,9%. Hlutdeild bensínbíla er 13,7% og dísil-bíla 10,3%.

KIA mest skráða bíl­teg­undin

Kia er mest skráða bíl­teg­und í ár með 1.490 ný­skráða fólks­bíla en það jafn­gild­ir 19% af öll­um ný­skráðum bíl­um það sem af er ári. Toyota fylg­ir á eft­ir Kia með 12% af ný­skráðum bíl­um eða 971. Tesla og Dacia eru hvor um sig með 8% ný­skrán­inga.

„Fjölg­un raf­magns­bíla hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki í þeirri aukn­ingu sem hef­ur orðið í ný­skrán­ing­um fólks­bíla á milli ára en á sama tíma hef­ur ný­skrán­ing­um hefðbund­inna bens­ín- og dísil­bíla fækkað,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Bíl­greina­sam­band­inu.

Allar fréttir má nálgast á fibfrettir.is