Nýskráningar 7.886 á fyrstu sex mánuðum ársins – aukningin nemur 24,1%
Þegar árið er hálfnað eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar alls 7.886. Á sama tíma á síðasta ári voru nýskráningar 6.355 þannig að aukningun nemur 24,1%. Þegar einstakir mánuðir eru skoðaðir voru nýskráningar í júni 2.032. Nýskráningar til ökutækjaleiga voru 58,7% og tæp 41% í almenna notkun að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild nýorkubíla nemur rúmum 76%
Hlutdeild nýorkubíla nemur rúmum 76% í nýskráningum á fyrstu sex mánuðum ársins. Hreinir rafbílar eru með 29% hlutdeild, hybrid-bílar 25,1% og tengiltvinnbílar 21,9%. Hlutdeild bensínbíla er 13,7% og dísil-bíla 10,3%.
KIA mest skráða bíltegundin
Kia er mest skráða bíltegund í ár með 1.490 nýskráða fólksbíla en það jafngildir 19% af öllum nýskráðum bílum það sem af er ári. Toyota fylgir á eftir Kia með 12% af nýskráðum bílum eða 971. Tesla og Dacia eru hvor um sig með 8% nýskráninga.
„Fjölgun rafmagnsbíla hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri aukningu sem hefur orðið í nýskráningum fólksbíla á milli ára en á sama tíma hefur nýskráningum hefðbundinna bensín- og dísilbíla fækkað,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.
Allar fréttir má nálgast á fibfrettir.is