Jafnvægi að náðst í nýskráningum

Nú liggja sölutölur fyrir í nýskráningum fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins og kemur í ljós að markaðurinn virðist vera að ná jafnvægi. Á fyrstu fjórum mánuðunum ársins voru nýskráningar alls 2.870 en á sama tímabili í fyrra voru þær 2.853 og er það samdráttur sem nemur 0,6%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýskráningar í apríl voru 781 en voru flestar það sem af er árinu 956 í mars. Flestar nýskráningar eru í Kia, alls 424. Toyota er í öðru sæti með 398 nýskráningar og Volkswagen er í þriðja sæti með 164. Þar á eftir koma Mitsubishi með 153, Hyundai með 152 og Nissan 149.

Hlutdeild tengiltvinn bíla er mest, alls 25,6%. Rafmagnsbílar hafa 23,6% hlutdeild, bensín 17.8%, dísil 16.6% og hybrid 16.4%.