Nýskráningar eru 1.511 það sem af er árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar orðnar alls 1511. Á sama tíma í fyrra voru þær 1.906 og er samdrátturinn um 20,7%. Fyrstu tólf daga í mars voru nýskráningar 378 en yfir sama tímabil í fyrra voru þær 503.

Sem fyrr er Toyota mð flestar skráningar, alls 228, Kia er í öðru sæti með 195 og Mitsubishi í þriðja sætinu með 95. Þar skammat á eftir koma Tesla, Volvo, Mercedes Benz og Nissan.

Hlutdeild rafmagnsbíla það sem af er árinu er 28,8%. Tengiltvinnbílar koma næstir með 26,7% og bensílbílar með 16,9%. Dísilbílar eru með 14,8% hlutdeild og hybrid 12,7%.