Nýskráningar fólksbifreiða 9.268 fyrstu sex mánuðina

Fyrstu sex mánuði ársins voru nýskránngar fólksbifreiða alls 9.268. Fyrir sama tímabil á síðasta ári voru þær alls 6.042 og er því aukningin á milli ára um 53,4%. Nýskráningar til bílaleiga er um 53,9% og til almennra notkunar 45,1%.

Hlutdeild tengiltvinnbíla er 26,5%, rafmagnsbíla 26,0% og hybrid 19,9%. Dísilbílar eru eru alls 14,3 í nýskráningum og bensínbíla 13,4%. Hlutdeild nýorkubíla það sem af er árinu er því rúm 70%.

Toyota er langefst í nýskráningum, alls 1.846. Kia er í öðru sæti með 932 bíla, Hyundai 900, Mitsubishi 710, Dacia 423 og Jeep 403.