Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir 11 þúsund
Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða orðnar 11.065. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.986 og nemur aukningin því um 38,6%. Nýskráningar til bílaleiga eru 54,6% og til almennra notkunar 44,6% af því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild tengiltvinnbíla það sem af er árinu nemur 25,5%, rafmagnsbíla 25%, hybridbíla 20,7%, dísil 15,2% og bensínbíla 13,6%.
Nýskráningar fólksbifreiða er langflestar í Toyota, alls 2.126. Kia er í öðru sæti með 1.165 bíla og Hyundai í þriðja sætinu með 1.100. Í næstu sætum koma Mitsibishi með 728, Dacía 621 og Jeep kemur í fimmta sæti með 451 bíla.