Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir níu þúsund það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbifreiða eru orðnar 9.105 talsins það sem af er þessu ári af því kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu. Yfir sama tímabil í fyrra voru þær 6.536 og nemur fjölgunin tæplega 40%. Þegar rýnt er í tölur voru flestar nýskráningar í júní, alls 1833 og næstflestar í júlí, 1730.

Toyota er með flestar nýskráningar það sem af er árinu, alls 1.498. Kia er í öðru sæti með 1.464 en þessar tvær bílategundir skera sig nokkuð úr. Hyundai er í þriðja sæti með 712 bíla, Suzuki 562, Tesla 516, Volkswagen 476 og Volvo 321.

Nýskráningar fólksbifreiða til almennra nota nema 57,3% það sem af er árinu og til bílaleiga 41,7%.

Tengiltvinnbílar eru í efsta sætinu í nýskráningum með 24,1% hlutdeild. Rafmagnsbílar eru með 21,5%, hybridbílar 20,9%, bensínbílar 19.7% og dísil 13,7%.