Nýskráningar fólksbifreiða orðnar 12.385 - langflestar í KIA og Toyota

Nýskráningar fólksbifreiða voru orðnar 12.385 út frá tölum sem lágu fyrir 25. desember hjá Bílgreinasambandinu. Fyrir sama tímabil í fyrra voru þær 9.138 og er því aukningin um 35,5%. Bílar til almennra notkunar eru 63,5% og til bílaleiga 35,3%.

Það sem af er árinu er hlutdeild rafmagnsbíla 27,8%, tengiltvinnbíla 26,0%, hybrid 18,2%, bensín 15,8% og dísil 12,2%. Þegar tölur fyrir desembermánuð eru einungis skoðaðar er hlutdeild rafmagnsbíla 47,9%, tengiltvinnbíla 31,6% og hybrid 9,6%. Dísil-bílar koma næstir með 7,7% og bensín 3,2%.

Kia og Toyota skera sig úr hvað nýskráningum fólksbifreiða varðar. Hlutdeild þeirra er jöfn, 14,2%. Nýskráningar í Kia er 1.763 og í Toyota 1.760. Hyundai er í þriðja sæti með 9,1% hlutdeild og 1.123 bíla. Tesla er í fjórða sætinu með 8,2% hlutdeild 1.013 bíla.

Nýskráningar voru flestar langflestar í maí, júní og júli. Fæstar voru þær í febrúar.