Nýskráningar fólksbifreiða yfir tíu þúsund

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða eru komnar yfir tíu þúsund það sem af er þessu ári. Þær eru alls orðnar 10.004 en voru á sama tímabili í fyrra 7.325 þannig að aukningin nemur um 36,6%. Að því fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Kia er mest seldi fólksbíllinn en það sem af er árinu eru nýskráningar alls 1.569 sem gerir um 15,7% hlutdeild á markaðanum. Toyota kemur fast á eftir með 1.549 bíla sem er um 15,5% hlutdeild. Nýskráningar í Hyundai er 812, Tesla 749, Suzuki 571 og Volkswagen 536. Þess má geta að í septembermánuði einum seldust 400 nýjar Tesla bifreiðar.

Af nýskráningum það sem af er þessu ári eru rafmagnsbílar með 24,6 hlutdeild. Tengiltvinnbílar eru í öðru sti með 23,8% og Hybrid með 19,9%. Þar á eftir koma bensínbílar með 18,3% hlutdeild og díslilbílar með 13,0%.

Að öllu óbreyttu stefnir í það að bílasala verði meiri en spáð var í upphafi ársins. Markaðurinn er smám saman að rétta úr kútnum eftir erfiðan tíma í heimsfaraldrinum. Allt árið í fyrra voru nýskráningar alls 9.369.

Þess má geta að nýskráningar í almenna notkun er tæplega 60% það sem af er árinu og um 39,6% til bílaleiga.