Nýskráningar fólksbíla 7112 það sem af er árinu

Nýskráningar fólksbíla það sem af er árinu eru orðnar alls 7112 sem er um 27,3% færri skráningar miðið við sama tíma á síðasta ári. 74.5% er til almennra notkunar og 24,7% til bílaleiga.

Bensínbílar eru 24,7% nýskráninga, rafmagnsbílar 23,6%, dísilbílar 21.0%, tengiltvinn 17,0% og hybrid 13,2%.

Toyota er langhæsta bílategundin, alls 1.135 nýskráningar það sem af er árinu. Tesla er í öðru sæti með 727 bíla og í þriðja sæti er KIA með 700 nýskráningar.

Með fréttinni er áhugavert graf af tölfræðivef Bílagreinasambandsins sem sýnir þróun á sölu eftir orkugjöfum með áhugaverðum hætti.