Nýskráningar fólksbíla alls 3.141 það sem af er á árinu

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 3.141. Fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru nýskráningar um 3.800. Sala á nýjum bílum i apríl var með rólegra móti.

Tesla eru söluhæsti bíllinn en alls hafa slíkir berið seldir í 446 eintökum. Toyota kemur þar í humátt á eftir, alls 436 bílar. Volkswagen er í þriðja sætinu með 271 selda bíla. Kia hefur selst í 205 eintökum og Nissan kemur í fimmta sætinu með 202 bíla. Nýskráningar sendibíla eru 426.

1139 dísilbifreiðar hafa selst, rafmagnsbílar 979 og bensínbílar 939. Alls hafa 572 bensín/raftengibílar verið nýskráðir.