Nýskráningar fólksbíla árið 2023 voru 17.549

Nú liggja fyrir heildarnýskráningar fólksbíla fyrir árið 2023 og reyndust þær 5,1% meiri en árið 2022. Nýskráningar voru alls 17.549 árið 2023 en voru 16.690 árið þar á undan að því er fram kemur í tölum frá Bilgreinasambandinu.

Rúmlega helmingur nýskráninga var í rafbílum. Alls 8.784 bílar sem nemur 50,1% hlutdeild á markaðnum. Hybrid-bílar voru í öðru sæti, alls 2.891 bílar og 16,5% hlutdeild. Í þriðja sæti koma dísilbílar, alls 2.280 bílar. Nýskráningar í bensínbílum voru 1.834 og í tengilvinnbílum 1.756.

Nýskráningar voru flestar í Tesla þegar sala á einstökum bílategundum eru skoðaðar. Tesla seldist alls í 3.547 eintökum og Toyota kemur í öðru sæti með 3.001 bíla og Kia er í þriðja sæti með alls 1.959 bíla.

Bílar til almennra notkunar námu alls 59,6% í heildarnýskráningum fólksbifreiða og til ökutækjaleiga 39,7%.

Þegar allt er á botninn hvolft verður árið 2023 að teljast viðundandi. Mikil óvissa ríkti um breytingar sem lúta að ýmsum lögum, sköttum og gjöldum á bifreiðar. Kílómetragjald á rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla tók í gildi 1. janúar.