Nýskráningar fyrstu fimm mánuði ársins voru 6.833

Nýskráningar fólksbifreiða fyrstu fimm mánuði ársins voru 6.833 en yfir sama tímbil á síðasta ári voru þær 4.208.  Aukningin á milli ára er því um 62,8%. Þetta er að finna í tölum frá Bílagreinasambandinu.

Nýskráningar eru langflestar í Toyota, alls 1.291 sem er um 18,9 hlutdeild á markaðanum. Hyundai er í öðru sæti með 679 bíla, 9,9% hlutdeild, og KIA er í þriðja sætinu með 672 bíla og 9,8% hlutdeild. Mitsubishi er í fjórða sætinu með 647 bíla.

Nýorkubílar skera sig nokkuð úr í nýskráningum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Hlutdeild þeirra er um 76% og eru rafmagnsbílar þar flestir, eða um 29,5%. Tengiltvinnbílar eru 27,6% og hybrid 18,9%. Bensínbílar eru 12,5% og dísil 11,6%.

Þess má geta að í maí einum fóru 67% nýskráninga bíla til bílaleigu og 31,3% til almennra notkunar.