Nýskráningar í nýorkubílum nema alls 82% á fyrstu sex vikum ársins

Það sem af er þessu ári eru nýskráningar alls 1.244. Yfir sama tímabil á síðasta ári voru þær 822 og er því aukningin rúmlega 51% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýskráningar í nýorku bílum nema alls 82% fyrstu sex vikur yfirstandandi árs. Tengiltvinnbílar eru með 33,6% hlutdeild, rafmagnsbílar 33,4% og hybridbílar 15,2%. Dísilbílar hafa 9,2% hlutdeild og bensínbílar 8,5%. Bílar til almennra nótkunar eru 70,9% og til bílaleiga 28,2%.

Flestar nýkráningar eru í Toyota, alls 174 bílar sem er um 14% af markaðnum. Mitsubishi er í öðru sæti með 130 bíla, Hyundai 120 bíla í þriðja sæti. Á eftir koma KIA með 114 bíla og Jeep 111 bíla.