Nýskráningar nálgast 17 þúsund

Hægt hefur aðeins á nýskráningum fólksbíla eftir sem liðið hefur á desembermánuð. Nýskráningar eru nú orðnar alls 16.680 en voru á sama tíma í fyrra 15.970. Nýskráningar í desember eru alls 585 en voru á sama leyti í í fyrra 738. Það verður spennandi að sjá hvort sala á nýjum bílum fer yfir 17 þúsund bíla fyrir árslok.

Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hlutfall rafmagnsbíla 48,3% það sem af er árinu, alls 5.100 bílar. Hybridbílar er með 17,2% hlutfall, alls 2.872 bílar og dísilbílar koma í þriðja sætinu með 13,3% hlutfall og alls 2.216 bíla.

Tesla er sem fyrr í efsta sætinu yfir mest selda bílana. Alls eru nýskráningar í Tesla orðnar 3.236. Í desembermánuði einum til þessa hafa selst alls 236 bílar í þessari bílategund. Nýskráningar í Toyota eru 2.736 og 1.910 í Kia. Það bendir því allt til þess að Tesla verði söluhæsta bílategundin hér á landi á þessu ári.