Nýskráningar nú þegar orðnar 1709 talsins

Nýskráningar á þessu ári eru orðnar 1.709 talsins og gera má ráð fyrir að mars verðu söluhæsti mánuður ársins. Fyrstu þrár vikurnar í mars eru nýskráningar þegar orðnar 576. Í janúar voru þær 579 og í febrúar 554. Samanborið við sama sölutímabil í fyrra nemur samdrátturinn um 20,1%.

Toyota er sem fyrr söluhæsta bílamerkið en alls eru nýskráningar það sem af er á árinu 257. Kia er með næstflestu nýskráningar, alls 218, og Tesla er í þriðja sætinu með 116 nýskráningar. Mitsubishi kemur næst með 100, Volvo 90 og Nissan er í fimmta sætinu 90 nýskráningar.

Tengiltvinnbílar eru áfram vinsælastir með 26,9% hlutdeild í nýskráningum. Rafmagnsbílar fylgja fast á eftir með 25,7% hlutdeild og hybrid bílar með 16,6%. Þar á eftir eru bensíbílar 15,7% og dísilbílar 15,2%.